Tvöföld 32 cm grillpanna
Virkar ekki á span.
- Marmara húð er viðloðunar frí og er að koma í stað teflon húðar sem hefur verið notuð hingað til.
- Nú þurfum við hvorki að sætta okkur við að aukaefni leki né flagni út í matinn okkar.
- Frábær hugsun á bak við þessa tvöföldu pönnu. Steikja á einni hlið og snúa til að steikja á hinni.
- Virkar ekki á spanhellur.
- Lokuð pannan virkar eins og smáofn.
- Kjöt heldur safanum mun betur í lokaðri pönnunni, safinn rýkur ekki út í ofninn/loftið.
- Úrbeinað læri, kryddað, sett á pönnuna, lokað. Steikja á einni hlið, snúa og steikja á hinni, ekki opna pönnuna á milli. Stilla helluna á lágan/lægsta hita og hafa pönnuna lokaða á hitanum allt upp í klukkustund eða lengur eftir stærð steikarinnar.
- Steikja beikon í lokaðri pönnu. Fitan slettist ekki um allt og minni lykt.
- Einföld leið til að gera fullkomnar ommelettur.
- Baka brauð, skorpa allan hringinn!
- Kótilettur í raspi. Í staðinn fyrir að láta þær malla í ofni, þá steikjum við fyrst á báðum hliðum, lokum svo pönnunni og látum malla.
- Beiglur: fylla beiglur og hita í lokaðri pönnunni, snúa nokkrum sinnum.
Ekkert blý, cadmium né nikkel.
Engin flúorefni: PFOA, PTFE.
Meðferð:
- Þvo úr léttu sápuvatni fyrir fyrstu notkun og strjúka að innan með jurtaolíu.
- Smyrja reglulega með jurtaolíu til að verja steinefna lagið.
- Óþarfi að nota háan hita, pönnurnar leiða til orkusparnaðar.
- Alls ekki ofhita tóma potta.
- Mega fara í uppþvottavél. Uppþvottavéladuft styttir þó líftíma viðloðunarfría lagsins.
- Ekki nota málmáhöld eða önnur beitt áhöld
- Ekki setja heita pönnu undir kalt vatn til að kæla hana eða hreinsa.