Viltu vera gestgjafi og fá afslátt?

HVAÐ FÆ ÉG FYRIR AÐ VERA GESTGJAFI?

Kynningin tekur um klukkustund. Þú velur tímasetningu, t.d. 16-17 / 17-18 / 18-19 / 19-20 / 20-21. Má vera fyrr eða seinna.

Ég mæti með pottana svo þið getið þreifað á þeim og valið flottasta litinn. Fer yfir helstu atriði varðandi umhirðu og svara spurningum sem koma upp.

Ég bið ykkur sérstaklega um að gera kynninguna ekki að hlaðborði. Kaffi / te og kannski smá nasl í skál er fullnægjandi.

Það er líka hægt að vera gestgjafi að heiman. Jafnvel án þess að mæta sjálf á staðinn. Upplagt fyrir þá sem eru utan af landi eða bara finnst fínt að mæta annar staðar. Þú getur sem sagt verið gestgjafi að heiman hvar sem þú býrð á landinu. Skráir þig hjá mér og sendir til mín fólk sem vill meiri upplýsingar. Muna að láta mig vita af tengingunni. Þegar þannig hafa selst 3 sett, fer afslátturinn að telja, 15.000 og svo 5000 fyrir hvert sett sem bætist við.

Þetta eru léttir ál pottar með 3ja laga keramik/granít húð að innan. Keramik/granít húð er viðloðunar frí og er að koma í stað teflon húðar sem hefur verið notuð hingað til. Nú þurfum við ekki að sætta okkur við að aukaefni leki út í matinn. Keramikhúðin flagnar heldur ekki út í matinn okkar.

Pottana má setja inn í ofn. Koma gúllasinu, kjötsúpunni, baunasúpunni, grjónagrautnum ..... af stað og stinga svo inn í ofn. Þá þurfum við ekki stanslaust að vera á vaktinni.

Botninn er með góða hitaleiðni sem býður upp á að nota lægri hitastillingar. Pottarnir passa á flesta hitabrunna.

Selt í settum, 45.500/54.900 kr, settið er með 4 pottum með loki og 2 pönnum, 24 og 28 cm. Lokin passa líka á pönnurnar. Ekki má nota málmáhöld í pottana.

Pottarnir eru 1,2L, 2.5L, 4L og 6L.

Það geta vissulega allir fengið pottasett fyrir að halda kynningu, en ekki alveg fyrirhafnarlaust.

Þú ræður hvað þú miðar hátt á kynningunni þinni, þ.e. hvað þú býður mörgum. Sumar hafa farið út í að vera með opið hús í svo sem 1 klst. Öðrum hentar betur að bjóða til sín nokkrum vinum til að eiga með þeim skemmtilega stund.

Gestgjafa gjafir tengjast því hvernig gengur á kynningunni. Fyrir hvert selt sett, nema þitt, færð þú 5000 kr í inneign.

Að undanskilja þitt eigið sett er með ráðum gert, þú sem gestgjafinn átt skilið að fá eitthvað fyrir "þinn snúð". Það er ekki nema sanngjarnt þar sem þú kemur á kynnunum. Annars hlaupa allir heim og vilja kaupa sitt sett á sinni eigin kynningu. Samt vil ég ALLS EKKI koma inn kaupskyldu tilfinningu né samviskubiti. En ef viðkomandi er alveg viss um að vilja eignast settið þá virkar líka svo miklu betur að vera búin að prófa pottana þegar maður fer að bjóða á sína eigin kynningu.

Ég hef því ákveðið að fara þá leið að ef einhver, sem langar að fjárfesta í setti, býður á kynningu innan næsta mánaðar, þá getum við sett greiðsluna á bið. Þannig getur sá hinn sami líka nýtt sér sína kynningu til að greiða niður sín kaup.

Inneign virkar sem niðurgreiðsla á þínum kaupum. Ef seljast 5 sett færðu 25.000 kr. í afslátt. Ef seljast 3 sett færð þú 15.000 í afslátt af þínum kaupum o.s.frv.

Einnig er í boði að velja frekar tvöföldu grillpönnuna (ommelettu) ef seljast 3 sett umfram þitt eigið, þ.e. í staðinn fyrir að fá t.d. afslátt á öðrum vörukaupum.

Vona að þetta sé nógu skýrt, ef ekki hringdu endilega í mig.
Smelltu hér til að hafa samband

eða hringdu í síma: 6643525

Kv. Vilborg