1. BURGUNDY Pottasett, ljóst að innan (skrúfað skaft), vantar 4L pott miðað við mynd, 2 af 2.4L pottinum.

1. BURGUNDY Pottasett, ljóst að innan (skrúfað skaft), vantar 4L pott miðað við mynd, 2 af 2.4L pottinum.

Almennt verð 45.500 kr 36.400 kr Tilboð

POTTASETT, ljóst að innan

Getur verið að farið sé að sjá á kassa.

Léttir ál pottar með þríbrenndri keramikhúð að innan. Keramik húð er viðloðunar frí og er að koma í stað teflon húðar sem hefur verið notuð hingað til. Nú þurfum við hvorki að sætta okkur við að aukaefni leki né flagni út í matinn okkar.

Pottarnir eru gefnir upp fyrir alla hitabrunna, það festist undir þeim segull. 

Selt í settum, settið samanstendur af 4 pottum með loki (1.2L, 2x 2.4L og 6L) og 2 pönnum, 24 og 28 cm. Lokin af stærri pottunum passa líka á pönnurnar.  Stóra pannan er skemmtilega djúp - 6,5 cm.

Botninn er með góða hitaleiðni sem býður upp á að nota lægri hitastillingar. Hitaleiðnin er slík að það þarf að varast að ofhita ekki tóma potta og pönnur.

Pottarnir eru steyptir, ekki pressaðir, þeir hitna hratt og mikið, alveg upp á brún, þannig að við erum að elda upp með hliðunum líka, sem styttir eldunartímann.

Eyrun á pottunum hitna líka.Tvö sett af silikon höldum fylgja, þarf ekki að taka af þegar pottarnir eru þvegnir.

Pottana má setja inn í ofn. Koma gúllasinu, kjötsúpunni, baunasúpunni, grjónagrautnum o.fl. af stað og stinga svo inn í ofn. Þá þurfum við ekki stanslaust að vera á vaktinni.

Á leiðbeiningum með settunum sést að það er hægt að taka sköftin af. Þau eru skrúfuð á. Þegar búið er að taka sköftin af einu sinni, sitja þau aldrei eins föst og áður. Aldrei má taka sköftin af né setja þau aftur á ef einhver hiti er í málminum, málmur gengur til í hita.

Ekkert blý, cadmium né nikkel.

Engin flúorefni: PFOA, PTFE

Meðferð:

  • Þvo úr léttu sápuvatni fyrir fyrstu notkun og strjúka að innan með jurtaolíu.
  • Smyrja þá reglulega með jurtaolíu til að verja keramiklagið.
  • Óþarfi að nota háan hita, pottarnir leiða til orkusparnaðar.
  • Alls ekki ofhita tóma potta og pönnur.
  • Mega fara í uppþvottavél, en ekki lokin. Uppþvottavéladuft styttir líftíma viðloðunarfría lagsins.
  • Ekki nota málmáhöld eða önnur beitt áhöld
  • Ekki setja heitar pönnur/pott undir kalt vatn til að kæla þær eða hreinsa.
  • Mega fara í ofn, lokin þola 180 C, ekki borin ábyrgð á lokum í ofni.
  • Aldrei má taka sköftin af né setja þau aftur á ef einhver hiti er í málminum, málmur gengur til í hita.
  • Gæti þurft að herða á skrúfu í lokunum.